Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fös 03. maí 2024 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Blikar náðu að redda markverði - Rakel því ekki í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aníta Dögg Guðmundsdóttir er mætt heim til Íslands úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum og mun verja mark Breiðabliks gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Rakel Hönnudóttir þarf því ekki að standa í markinu, en það var upphaflega planið hjá Blikum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir nefbrotnaði þegar hún lenti í samstuði við liðsfélaga sinn, Jakobínu Hjörvarsdóttur, undir lok leiks gegn Tindastóli síðasta laugardag.

Breiðablik ætlaði að hafa Rakeli, sem er fyrrum landsliðskona, í markinu. Rakel hefur ekki spilað mikið í marki á sínum fótboltaferli. Hún var mikið á miðjunni og stundum lék hún fremst. Rakel spilaði í marki Blika í vetur og hélt hreinu í 4-0 sigri gegn Selfossi.

Hún átti að byrja en Aníta komst heim fyrir leikinn og stendur því vaktina. Hún er í skóla í Alabama í Bandaríkjunum en fór heim með flýti til að ná þessum leik.

Aníta Dögg, sem er fædd árið 2000, er uppalin hjá FH. Hún lék með Víkingi 2021 en samdi svo við Breiðablik fyrir tímabilið 2022. Hún var varamarkvörður Blika síðasta sumar.

Það er athyglisvert að á bekknum hjá FH er hin bráðefnilega Herdís Halla Guðbjartsdóttir. Hún er einn efnilegasti markvörður landsins en hún er á láni hjá FH frá Breiðabliki.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner