Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. desember 2016 16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið West Ham og Arsenal: Gabriel í bakverði
Gabriel Paulista byrjar í bakverði hjá Arsenal
Gabriel Paulista byrjar í bakverði hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Lokaleikur dagsins í enska boltanum er leikur West Ham og Arsenal á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum. Um Lundúnarslag er að ræða, en byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

West Ham er í neðri hlutanum, einu stigi frá fallsæti, en Arsenal getur aftur á móti komist upp í annað sæti deildarinnar, vinni þeir í dag. Það verður því fróðlegt að sjá hvað gerist.

Heimamenn í West Ham gera fjórar breytingar á liði sínu frá jafnteflinu gegn Man Utd um síðustu helgi. Kouyate, Antonio, Cresswell og Sakho eru teknir út úr liðinu og í þeirra stað koma Reid, Fernandes, Masuaku og Fletcher.

Hjá gestunum í Arsenal eru tvær breytingar frá sigrinum gegn Bournemouth um síðustu helgi. Gabriel Paulista byrjar í hægri bakverði vegna meiðsla Mathieu Debucy og þá kemur Francis Coquelin inn á miðjuna og byrjar þar með Xhaka.

Byrjunarlið West Ham: Randolph, Reid, Ogbonna, Collins, Masuaku, Noble, Obiang, Fernandes, Lanzini, Payet, Fletcher.
(Varamenn: Adrian, Nordtveit, Arbeloa, Feghouli, Carroll, Zaza, Ayew)

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Gabriel, Mustafi, Koscielny, Monreal, Coquelin, Xhaka, Walcott, Ozil, Oxlade-Chamberlain, Alexis.
(Varamenn: Ospina, Gibbs, Holding, Ramsey, Elneny, Iwobi, Lucas)

Hægt er að fylgjast með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.





Athugasemdir
banner
banner
banner