Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. desember 2016 19:26
Arnar Geir Halldórsson
England: Arsenal fór illa með West Ham
West Ham átti engin svör við Alexis Sanchez
West Ham átti engin svör við Alexis Sanchez
Mynd: Getty Images
Er farið að hitna undir þessum?
Er farið að hitna undir þessum?
Mynd: Getty Images
West Ham 1 - 5 Arsenal
0-1 Mesut Ozil ('24 )
0-2 Alexis Sanchez ('72 )
0-3 Alexis Sanchez ('80 )
1-3 Andy Carroll ('83 )
1-4 Alex Oxlade-Chamberlain ('84 )
1-5 Alexis Sanchez (´86)

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var Lundúnarslagur West Ham og Arsenal á Ólympíuleikvangnum í Lundúnum en liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar.

Gæðamunurinn sást augljóslega í dag en Mesut Özil kom Arsenal yfir á 24.mínútu eftir undirbúning Alexis Sanchez.

Þannig hélst staðan allt þar til á 72.mínútu þegar Sanchez fór að leiðast þófið og ákvað að gera endanlega út um leikinn en hann skoraði þrjú mörk á síðustu 20 mínútunum.

Andy Carroll klóraði í bakkann fyrir heimamenn og minnkaði muninn í 1-3 þegar hann fylgdi á eftir aukaspyrnu Dimitri Payet en Alex Oxlade-Chamberlain svaraði að bragði fyrir gestina.

Lokatölur 1-5 fyrir Arsenal sem sitja í öðru sæti, þrem stigum á eftir toppliði Chelsea. West Ham er hinsvegar í alls kyns vandræðum og hefur aðeins innbyrt tólf stig í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner