Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. desember 2016 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Botnlið Granada með óvæntan sigur á Sevilla
Pereira kom Granada á bragðið
Pereira kom Granada á bragðið
Mynd: Getty Images
Granada CF 2 - 1 Sevilla
1-0 Andreas Pereira ('27 )
2-0 David Lomban ('56 )
2-1 Wissam Ben Yedder ('90 , víti)

Fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni er lokið, en þar mættust Granada og Sevilla. Það var enginn föstudagsleikur í gær þannig að þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð deildarinnar.

Hlutskipti þessara liða hafa verið mjög mismunandi hingað til, en fyrir leikinn var Sevilla með jafnmörg stig og Barcelona í þriðja sæti deildarinnar á meðan Granada var á botninum án sigurs.

Þetta var hins vegar leikur Granada. Þeir byrjuðu betur og um miðjan fyrri hálfleikinn kom fyrsta markið, en var að verki Andreas Pereira, lánsmaður frá Man Utd. Pereira hefur verið að gera það gott á Spáni og verið duglegur að skapa færi.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamönnum, en þegar lítið var búið af seinni hálfleiknum tvöfaldaðist sú forysta. Markið skoraði miðvörðurinn David Lomban og staðan orðin 2-0 fyrir Granada.

Gestirnir frá Sevilla náðu að minnka muninn í uppbótartíma er Wissam Ben Yedder skoraði út vítaspyrnu. Lengra komust þeir hins vegar ekki og lokatölur 2-1 fyrir Granada og fyrsti sigur þeirra í deildinni staðreynd.

Granada er núna með átta stig í næst neðsta sæti deildarinnar, en Sevilla er aftur á móti með 27 stig í þriðja sætinu.

Stigatöfluna í deildinni má sjá hér að neðan, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 25 15 5 5 44 22 +22 50
2 FK Krasnodar 25 14 7 4 41 25 +16 49
3 Dinamo 25 12 8 5 42 33 +9 44
4 Lokomotiv 25 10 11 4 42 34 +8 41
5 Spartak 24 11 5 8 34 29 +5 38
6 CSKA 24 9 10 5 44 33 +11 37
7 Kr. Sovetov 24 10 6 8 42 35 +7 36
8 Rubin 25 10 6 9 23 30 -7 36
9 Rostov 24 9 7 8 36 38 -2 34
10 Nizhnyi Novgorod 25 8 4 13 24 33 -9 28
11 Orenburg 25 6 8 11 28 33 -5 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 24 6 6 12 24 38 -14 24
14 Baltica 25 6 5 14 25 31 -6 23
15 Akhmat Groznyi 24 6 5 13 23 37 -14 23
16 Sochi 24 4 7 13 26 39 -13 19
Athugasemdir
banner