Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. desember 2016 20:24
Arnar Geir Halldórsson
Wenger: Sanchez er einstakur
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var hæstánægður með öruggan sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þetta var sannfærandi frammistaða og sterk úrslit. Við sköpuðum mörg færi og það var auðvelt að sjá að West Ham eru ekki fullir sjálfstrausts á heimavelli," segir Wenger.

Mesut Özil kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik en þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks ákvað Alexis Sanchez að taka leikinn algjörlega yfir. Hann uppskar mikið hrós frá stjóra sínum eftir leikinn.

„Það tók Alexis Sanchez smá tíma að koma sér inn í leikinn en þú veist að hann getur alltaf fært þér eitthvað einstakt. Hann er baráttujaxl og leikmaður í hæsta gæðaflokki. Þú finnur ekki marga leikmenn eins og hann."

„Hann getur alltaf komið á óvart og býr yfir stórkostlegri tækni,"
sagði Wenger að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner