Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. febrúar 2016 13:22
Magnús Már Einarsson
Brasilíumaður í Þrótt (Staðfest)
Frá undirskrift samnings við Thiago Pinto Borges í dag.
Frá undirskrift samnings við Thiago Pinto Borges í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar Þróttar í Pepsi-deidlinni sömdu í dag við brasilíska leikmanninn Thiago Pinto Borges.

Thiago er 27 ára gamall en hann hefur leikið í Danmörku frá 15 ára aldri. Hann spilaði síðast með FC Vestsjælland í dönsku B-deildinni.

Thiago er miðjumaður var orðaður við Sheffield Wednesday í ensku Championship deildinni í fyrrasumar.

Þróttur hefur einnig fengið Arnar Darra Pétursson, Aron Þórð Albertsson, Brynjar Jónasson, Emil Atlason, Sebastian Svard til liðs við sig í vetur en á móti hefur liðið einnig misst leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk í 1. deildinni í fyrra.

Þróttarar unnu ekki leik í Fótbolta.net mótinu og Reykjavíkurmótinu í janúar en stefnan er á að styrkja hópinn fyrir sumarið.

„Við þurfum augljóslega að bæta töluvert við okkur til að taka þátt í baráttunni í sumar. Það er mikill metnaður að gera sem best og við munum reyna að halda áfram að bæta við góðum leikmönnum," sagði Þórir Hákonarson íþróttastjóri Þróttar

„Við munum halda áfram að fylla í þau skörð sem þjálfarinn telur að þurfi að fylla í og fá sterka leikmenn sem geta hjálpað Þrótti að vera áfram í sterkustu deildinni á Íslandi."
Athugasemdir
banner