Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 04. febrúar 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Siggi Donna hættur í þjálfun eftir 31 árs feril
Siggi Donna.
Siggi Donna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Sigurður Halldórsson, Siggi Donna, hefur ákveðið að hætta í þjálfun eftir 31 árs feril. Sigurður hefur á löngum ferli þjálfað lið í öllum deildum á Íslandi en þar áður spilaði hann með ÍA og íslenska landsliðinu.

„Ég byrjaði þjálfun í fyrstu deild á Húsavík aðeins 28 ára gamall árið 1985, en árin 1983 og 1984 var ég einn af lykilleikmönnum í liði ÍA sem vann bæði deild og bikar bæði árin eitthvað sem ekkert lið hefur afrekað enn, eftir að 10 liða keppnin hófst. Þjálfaraferilinn er langur um 26 ár aðallega í næstefstu deild eða 7 sinnum. Ég hef þjálfað í öllum deildum hér á landi og unnið mikið með 2. flokk samhliða meistaraflokk," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

Sigurður þjálfaði síðast Tindastól í 2. deildinni síðastliðið sumar en liðið féll með naumindum í lokaumferðinni. Sigurður segist áður hafa íhugað að hætta í þjálfun en nú sé komið að því.

„Ég er búsettur á Sauðarkrók og hef verið það eftir að ég flutti til landsins snemma vors 2010. Það ár fór ég með liðið upp um deild og eftir það tók Donni sonur minn við því og fór með miklum glæsibrag upp í 1. deild. Á þeim tímapunkti fannst mér ég vera tilbúinn að hætta því strákurinn væri tekinn við keflinu. Donni er flottur þjálfari og er á góðum stað hjá alvöru félagi, Þór Akureyri. Árið 2015 var leitað til min að taka við meistaraflokk Tindastóls því ákveðnir aðillar höfðu áhyggju að stjórnin lét verða af því að draga liðið úr keppni."

„Á Króknum er æfingaaðstæður fyrir allt æfingatímabilið hræðilegar eða þær verstu sem gerist því ekki bara það að sparkvöllurinn sé helmingi minni en gengur og gerist heldur var bræðslukerfið bilað megnið af vorinu. Stór mörk sjáum við ekki nema fara á Akureyri eða til Reykjavíkur. Máttlaus stjórn og fjarvera leikmanna síðastliðið sumar vissulega pirraði mig sem og það að stjórnin hafi íhugað það alvarlega síðastliðinn tvö að fara niður í neðstu deild með liðið án þess að reyna."


Hverji vor há og lágpunktarnir á þessum langa ferli Sigurðar sem leikmaður og þjálfari?

„ Það er erfitt að svara því vegna þess að svo margt kemur upp í hugann, bæði neikvætt og sem betur fer aðallega jákvætt. Sem leikmaður var ég afar farsæll ásamt góðum hópi leikmanna ÍA á þeim tíma. Spilaði slatta af flottum leikjum innanlands sem og erlendis sem leikmaður ÍA og með landsliðinu. Við spiluðum hörku leiki við þáverandi evrópumeistara Aberdean, Barcalona, tvisvar sinnum við Köln sem voru Þýskalandsmeistarar og fleiri lið. Ég spilaði með öllum landsliðum Íslands. Eftirminnilegur var úrslitaleikurinn 1978 þegar Skaginn vann loks bikarkeppnina eftir að ég held 8 eða 9 tilraunir. Sem þjálfari hef ég 6 sinnum farið upp um deild og unnið marga stóra titla með 2. flokk ÍA."

„Fljótt á litið voru mestu vonbrigðin sem þjálfari þegar ég var að þjálfa 3 og 2. flokk hjá ÍA. árið 19 hundruð og eitthvað. Að vísu gekk vel með 2. flokk, þeir gerðu góða hluti og unnu titla en tveir úrslitaleikir í 3. flokkk við Fram þar sem þurfti framlengingu og vítaspyrnukeppni til að fá úrslit þar sem við töpuðum báðum, var grátlegt."

„Að lokum vil ég þakka stjórnum. stuðningmönnum, dómurum og leikmönnnum fyrir oftast skemmtilega samveru. Á Akranesi eru hlutirnir að breytast til betri vegar eftir mögur ár og þar sem ég er og verð alltaf Skagamaður, því þar eru ræturnar og sigrarnir, sjáum við vonandi ÍA verða með öflugt lið bæði karla og kvenna sem fyrst,"
sagði Siggi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner