Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   lau 04. maí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heita Árbær FC en spila ekki í Árbænum í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árbær mun ekki spila á Fylkisvelli í sumar þrátt fyrir að hafa reynt hvað þeir gátu að fá það í gegn. Liðið mun þess í stað spila á Domusnovavellinum, heimavelli Leiknis í Breiðholti.


Árbær, eins og nafnið gefur til kynna er úr Árbænum rétt eins og Fylkir en liðið hefur verið í góðu samstarfi við granna sína undanfarin þrjú ár.

„Það særir okkur að þurfa að fara frá Fylkisvelli en þrátt fyrir orðróma þá erum við ekki búnir til úr gulli og höfum ekki tök og sennilega ekkert lið á landinu á verðinu sem er komið á hverja æfingu eða leik og á stöðugum verðhækkunum fyrir afnot á ónýtum velli," segir í tilkynningu frá félaginu.

Félagið reyndi hvað það gat að fá afnot af vellinum fyrir æfingar og annað á hagstæðara verði en það gekk ekki upp.

„Við þökkum hinsvegar Fylki og öllum starfsmönnum Fylkis sem hafa hjálpað okkur seinustu 3 ár og vonumst eftir betra samstarfi í framtíðinni," segir að lokum.

Árbær leikur í 3. deild en fyrsti leikur liðsins er í hádeginu í dag á Domusnovavellinum í Breiðholtinu gegn Víði.


Athugasemdir
banner