Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. ágúst 2017 23:45
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 14. sæti: West Brom
Lykilmaðurinn Matt Phillips.
Lykilmaðurinn Matt Phillips.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis.
Tony Pulis.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Jonny Evans.
Varnarmaðurinn Jonny Evans.
Mynd: Getty Images
Gareth McAuley lætur finna fyrir sér.
Gareth McAuley lætur finna fyrir sér.
Mynd: Getty Images
Flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. West Bromwich Albion er spáð 14. sætinu.

Lokastaða síðasta tímabils: 10. sæti
Markahæstur á síðasta tímabili: Salomon Rondon (8)

Seglin dregin saman
West Bromwich Albion ætti ekki að eiga í vandræðum með að halda sæti sínu í deildinni. Spurningin er bara hvort eigandinn Guochuan Lai vilji meira á hans öðru ári.

Það er ekkert að því að spila varnarsinnaðan bolta en erfitt er að sjá af hverju stuðningsmenn West Brom ættu að vera peppaðir fyrir tímabilið. Tony Pulis er þekktur fyrir það að draga saman seglin þegar 40 stigum hefur verið náð.

Á síðasta tímabili náðist það markmið fyrr en búist hafði verið við. Eftir að það tókst fór liðið í inniskóna og tók fimm stig úr tólf síðustu leikjunum. Á þriðjungi tímabilsins komu sjö tapleikir og jafntefli gegn Burnley.

Gagnrýnendur tala um að Pulis sé meistari í að tala niður væntingar og jafnvel metnað. Fyrir lokakafla tímabilsins átti liðið flotta leiki og sýndi góð tilþrif. Það var jafnvel farið að hvísla um hvort liðið gæti hirt óvænt Evrópusæti.

Það verður þó ekki tekið af Pulis að tíunda sætið á síðasta tímabili var fínn árangur. Þetta var líka í fyrsta sinn á hans ferli sem hann stýrir liði í sæti í efri helmingi deildarinnar. En spurningin er hvert næsta skref eigi að vera?

Stjórinn: Tony Pulis
Afar öflugur í að ná fram úrslitum á einfaldan en árangursríkan hátt. Spilar alls ekki fallegasta fótboltann en kann að landa stigum og ná því besta út úr sínum leikmönnum. Elskar föstu leikatriðin.

Hvað þarf að gerast?
Liðið hefur marga leikmenn með stöðugleika, menn eins og Jonny Evans og Gareth McAuley sem eru mjög áreiðanlegir. Þeir hjálpa liðinu að vinna liðin sem eru fyrir aftan en sjaldgæft er að þeir stuðli að sigrum gegn öflugri liðum. West Brom er með nokkra mjög spennandi unga leikmenn í sínum röðum. Menn sem gætu skapað sér nafn. Sam Field er 19 ára strákur sem lét að sér kveða á síðasta tímabili en svo má einnig nefna Rekeem Harper, Kane Wilson og Jonathan Leko. Allt leikmenn sem má gefa gaum.

Lykilmaður: Matt Phillips
Vængmaðurinn var sjóðheitur á síðasta tímabili og fékk mikið umtal um miðjan janúar þegar aðeins Kevin de Bruyne hafði átt fleiri stoðsendingar. Meiðsli hömluðu honum á lokakafla tímabilsins en þegar hann er góður þá er hann ofboðslega góður!

Fylgist með: Salomon Rondon
Talað hefur verið um að Pulis sé tilbúinn að selja þennan sóknarmann sem fór gríðarlega vel af stað á síðasta tímabili. Það fjaraði þó fljótt undan því og sjálfur sagði hann að vandamál í einkalífinu hefðu haft sín áhrif. Hann býr yfir ýmsum kostum sem Pulis getur nýtt sér, þar á meðal er það hæfni hans sem skallamaður. Hann varð annar leikmaðurinn til að skora þrennu með skalla í ensku úrvalsdeildinni þegar West Brom vann Swansea í desember.

Komnir:
Jay Rodriguez (Southampton)
Yuning Zhang (Vitesse Arnhem)
Ahmed Hegazi (Al Ahly) Lán

Farnir:
Darren Fletcher (Stoke City)
Sebastien Pocognoli (Standard Liege)
Yuning Zhang (Werder Bremen) Lán

Þrír fyrstu leikir: Bournemouth (H), Burnley (Ú) og Stoke (H)

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. West Bromwich Albion 69 stig
15. Crystal Palace 65 stig
16. Watford 40 stig
17. Burnley 33 stig
18. Brighton 31 stig
19. Huddersfield 24 stig
20. Swansea 16 stig

Spámennirnir: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson og Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner