Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. maí 2016 10:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 5. sæti
Spáð 5. sætinu.
Spáð 5. sætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sandra María Jessen er í lykilhlutverki líkt og undanfarin ár.
Sandra María Jessen er í lykilhlutverki líkt og undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir Pepsi-deild kvenna. Fótbolti.net gerði spá fyrir sumarið en liðin verða kynnt eitt af öðru fram að fyrsta leik á miðvikudag.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Þór/KA
6. Selfoss
7. Fylkir
8. FH
9. KR
10. ÍA

5 .Þór/KA
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í Pepsi-deild

Þór/KA hefur verið í efri hluta deildarinnar síðan árið 2008. Árið 2012 varð Þór/KA Íslandsmeistari en í fyrra endaði liðið í 4. sæti deildarinnar.

Þjálfarinn: Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfar liðið fimmta tímabilið í röð. Á fyrsta ári sínu hjá Þór/KA gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Á öðru ári fór hann með liðið í bikarúrslit þar sem það laut í lægra haldi fyrir Breiðablik. Undir stjórn Jóhanns hefur Þór/KA aldrei endað neðar en í 4.sæti.

Styrkleikar: Sterk hefð hefur myndast í kringum kvennafótboltann á Akureyri á undanförnum árum og hefur liðið endað í einu af fjórum efstu sætum deildarinnar frá árinu 2008. Sandra María Jessen hefur sannað sig sem markaskorari og verður í lykilhlutverki í sóknarleiknum sem fyrr eftir að hafa reynt fyrir sér í þýsku Bundesligunni í vetur. Unglingastarf Akureyrarliðanna er öflugt og hefur skilað mörgum leikmönnum upp í meistaraflokk í gegnum tíðina.

Veikleikar: Varnarleikurinn er spurningamerki, ekki síst vegna meiðsla miðvarða liðsins. Ágústa Kristinsdóttir sleit krossband skömmu fyrir mót og verður ekkert með í sumar og óvíst er með þátttöku Silvíu Ránar Sigurðardóttur. Þá er Gígja Valgerður Harðardóttir farin en hún lék alla leiki liðsins á síðustu leiktíð. Þór/KA hefur jafnan haft öfluga útlendinga en Mexíkóarnir þrír eru óskrifað blað í íslenskum fótbolta þó þær hafi flotta ferilskrá á bakvið sig.

Lykilmenn: Cecilia Santiago, Lillý Rut Hlynsdóttir, Sandra María Jessen.

Gaman að fylgjast með: Andrea Mist Pálsdóttir gæti sprungið út í sumar en þessi 18 ára gamla unglingalandsliðskona kom við sögu í 17 leikjum í fyrra, þá oftast sem varamaður. Verður í stærra hlutverki í ár og býr yfir miklum hæfileikum.

Komnar:
Cecilia Santiago frá Mexíkó
Hulda Ósk Jónsdóttir úr KR
Írunn Þorbjörg Aradóttir frá Stjörnunni
Katla Ósk Rakelardóttir frá Völsungi (úr láni)
Natalia Gomez-Junco frá Mexíkó
Stephany Mayor frá Mexíkó

Farnar:
Ágústa Kristinsdóttir slitið krossband
Gígja Valgerður Harðarson í HK/Víking
Kayla Grimsley farin til USA
Klara Lindberg til Svíþjóðar
Oddný K. Hafsteinsdóttir í Hamrana
Roxanne Kimberly Barker til Suður Afríku
Sarah Miller í USA

Fyrstu leikir Þórs/KA:
11. maí Stjarnan - Þór/KA
18. maí Þór/KA - ÍA
24. maí Breiðablik - Þór/KA
Athugasemdir
banner
banner
banner