Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 05. maí 2016 17:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 9. sæti
KR er spáð 9. sæti.
KR er spáð 9. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Íris Ósk Valmundsdóttir.
Íris Ósk Valmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net
Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir Pepsi-deild kvenna. Fótbolti.net gerði spá fyrir sumarið en liðin verða kynnt eitt af öðru fram að fyrsta leik á miðvikudag.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. KR
10. ÍA

9. KR
Lokastaða í fyrra: 8. sæti í Pepsi-deild

KR endurheimti sæti sitt í Pepsi-deildinni með því að vinna 1. deildina árið 2014. Í fyrra endaði liðið í 8. sæti í Pepsi-deildinni með 15 stig, átta stigum á undan Þrótti sem féll. Tíu stig voru síðan upp í 7. sætið.

Þjálfarinn: Fyrrum landsliðskonan Edda Garðarsdóttir þjálfar KR. Edda var aðstoðarþjálfari á síðasta tímabili þegar Björgvin Karl Gunnarsson stýrði liðinu. Edda varð sex sinnum Íslandsmeistari með kvennaliði KR og fjórum sinnum bikarmeistari, auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik árið 2005. Þá lék hún einnig erlendis með Örebro í Svíþjóð og Chelsea á Englandi.

Styrkleikar: KR var í markmannsvandræðum í fyrra þegar Hrafnhildur Agnarsdóttir fótbrotnaði og liðið spilaði með útileikmann í marki í kjölfarið. Hrafnhildur er nú heil heilsu og klár í slaginn. Brasilíski sóknarmaðurinn Fernanda Vieira Baptista kom til KR í vikunni og hún gæti reynst happafengur. Ungir leikmenn í hópnum fengu reynslu í Pepsi-deildinni í fyrra og það gæti nýst liðinu í sumar.

Veikleikar: Chelsea Leiva og Kelsey Loupee eru horfnar á braut eftir að hafa verið í lykilhlutverki í fyrra. Sonja Björk Jóhannsdóttir er einnig farin og Margrét María Hólmarsdóttir verður ekki með vegna meiðsla. Reynslan í liðinu er því ekki jafnmikil í sumar og spurning er hvort hópurinn sé nægilega öflugur. KR skoraði ekki mikið í fyrra og í vetur hefur markaskorurnin orðið að ennþá stærra vandamáli en árangurinn á undirbúningstímabilinu var ekki góður.

Lykilmenn: Fernanda Vieira Baptista, Íris Ósk Valmundsdóttir, Sigríður María S Sigurðardóttir.

Gaman að fylgjast með: U17 ára landsliðskonan Mist Þormóðsdóttir Grönfeld kom til KR frá Val í vetur. Dóttir Þormóðs Egilssonar, fyrrum fyrirliða KR. Efnilegur leikmaður sem gæti átt gott sumar.

Komnar:
Anna Birna Þorvarðardóttir frá Þrótti
Eydís Lilja Eysteinsdóttir frá Haukum
Ingibjörg Valgeirsdóttir frá Sindra
Mist Þormóðsdóttir Grönfeld frá Val

Farnar:
Agnes Þóra Árnadóttir í Þrótt
Chelsea Leiva
Guðrún Þóra Elfar í Þrótt
Hanna Kristín Hannesdóttir
Helena Sævarsdóttir
Hulda Ósk Jónsdóttir í Þór/KA
Kelsey Loupee
Sigrún Birta Kristinsdóttir
Sonja Björk Jóhannsdóttir í Fylki

Fyrstu leikir KR:
11. maí Breiðablik - KR
18. maí Valur - KR
24. maí KR - FH
Athugasemdir
banner
banner