Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir Pepsi-deild kvenna. Fótbolti.net gerði spá fyrir sumarið en liðin verða kynnt eitt af öðru fram að fyrsta leik á miðvikudag.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. FH
9. KR
10. ÍA
8. FH
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 1. deild
FH féll úr Pepsi-deildinni árið 2014 en er nú komið aftur með lið á meðal þeirra bestu. FH sigraði HK/Víking í einvígi um sæti í Pepsi-deildinni í fyrra en liðið tapaði síðan gegn ÍA í úrslitaleiknum í 1. deildinni.
Þjálfarinn: Orri Þórðarson þjálfar FH en hann tók við liðinu eftir að það féll úr Pepsi-deildinni árið 2014. Hann kom liðinu síðan upp á nýjan leik í fyrra. Orri hafði áður þjálfað yngri flokka FH.
Styrkleikar: Aldís Kara Lúðvíksdóttir er komin á heimaslóðir eftir dvöl hjá Breiðabliki. Hún styrkir sóknarleikinn gríðarlega mikið. Jeannette J Williams er einnig komin í markið eftir að hafa átt gott sumar með Víkingi Ólafsvík í fyrra. Leikmannahópurinn er nokkuð stór en 24 leikmenn komu við sögu í Lengjubikarnum í vor.
Veikleikar: Leikmannahópurinn er í yngri kantinum og reynslan af Pepsi-deildinni er frekar lítil. FH hefur ekki fengið marga nýja leikmenn í sínar raðir í vetur og spurning er hvort að liðsstyrkurinn sem er kominn sé nægilega mikill. Gengi liðsins á undirbúningstímabilinu var ekki til að hrópa húrra fyrir og FH virtist eiga í erfiðleikum með að landa sigri í jöfnum leikjum.
Lykilmenn: Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Jeannette J Williams, Margrét Sif Magnúsdóttir.
Gaman að fylgjast með: Nótt Jónsdóttir skoraði fjögur mörk í jafnmörgum leikjum í Lengjubikarnum. Ungur leikmaður sem sem þreytir frumraun sína í Pepsi-deildinni í sumar.
Komnar:
Aldís Kara Lúðvíksdóttir frá Breiðabliki.
Maria Selma Haseta frá Val
Jeannette J. Williams frá Víkingi Ólafsvík
Farnar:
Hafdís Erla Gunnarsdóttir í Aftureldingu.
Fyrstu leikir FH:
14. maí ÍA - FH
18. maí FH - Breiðablik
24. maí KR - FH
Athugasemdir