Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 06. maí 2016 14:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 7. sæti
Fylki er spáð 7. sætinu í sumar.
Fylki er spáð 7. sætinu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Berglind Björg er í lykilhlutverki hjá Fylki.
Berglind Björg er í lykilhlutverki hjá Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Eva Núra Abrahamsdóttir.
Eva Núra Abrahamsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir Pepsi-deild kvenna. Fótbolti.net gerði spá fyrir sumarið en liðin verða kynnt eitt af öðru fram að fyrsta leik á miðvikudag.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Fylkir
8. FH
9. KR
10. ÍA

7. Fylkir
Lokastaða í fyrra: 6. sæti í Pepsi-deild

Fylkir endaði í sjötta sæti í Pepsi-deild kvenna í fyrra eftir að hafa endað í fimmta sæti árið áður. Árið 2013 kom liðið upp í Pepsi-deildina á nýjan leik eftir fall árið áður.

Þjálfarinn: Eiður Benedikt Eiríksson er yngsti þjálfarinn í Pepsi-deild kvenna í ár. Eiður var ráðinn þjálfari Fylkis síðastliðið haust en hann tók við liðinu af Jörundi Áka Sveinssyni. Hinn 24 ára gamli Eiður hefur þjálfað yngri flokka hjá Fjölni undanfarin ár.

Styrkleikar: Sóknarleikurinn ætti að vera betri en í fyrra en Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin frá ÍBV auk þess sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir fer ekki út til Bandaríkjanna á miðju tímabili líkt og í fyrra. Reynslumikill kjarni er í liðinu sem hefur spilað lengi saman. Eiður þjálfari hefur mikinn metnað og hefur látið liðið æfa af miklum krafti á undirbúningstímabilinu í vetur.

Veikleikar: Fylkir fékk fleiri stig á útivelli en heimavelli í fyrra og liðið þarf að gera betur heima í lautinni. Varnarleikurinn var ekki góður í Lengjubikarnum en liðið náði ekki að halda hreinu og fékk samtals fjórtán mörk á sig í fimm leikjum. Fylkir hefur ekki náð að komast upp fyrir miðja deild áður og liðið virðist að mörgu leyti vera fast í sömu hjólförunum.

Lykilmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eva Núra Abrahamsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir.

Gaman að fylgjast með: Man Ting Lin, landsliðskona frá Tævan, kom til Fylkis í vikunni og spennandi verður að sjá hvernig hún og landa hennar Shu-o Tseng koma út í Fylkisliðinu í sumar.

Komnar:
Audrey Rose Baldwin frá Fortuna Hjörring í Danmörku
Hulda Sigurðardóttir frá Haukum
Kristín Erna Sigurlásdóttir frá ÍBV
Margrét Sveinsdóttir frá Fram
Kristín Dís Árnadóttir frá Breiðabliki á láni
Man Ting Lin frá ASPTT Albi í Frakklandi

Farnar:
Aivi Luik til Ástralíu
Andrea Katrín Ólafsdóttir í ÍR
Andreea Laiu til Ísrael
Margrét Björg Ástvaldsdóttir til Hauka
Aníta Björk Axelsdóttir í Hauka á láni
Rakel Leifsdóttir í Fjölni á láni
Ólína Viðarsdóttir Hætt
Lucy Gildein
Selma Sól Magnúsdóttir í Breiðablik (Var í láni)

Fyrstu leikir Fylkis:
11. maí Fylkir - Valur
18. maí Fylkir - ÍBV
24. maí Stjarnan - Fylkir
Athugasemdir
banner
banner
banner