Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 04. maí 2016 17:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 10. sæti
ÍA sigraði 1. deildina í fyrra.
ÍA sigraði 1. deildina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Maren Leósdóttir.
Maren Leósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir Pepsi-deild kvenna. Fótbolti.net gerði spá fyrir sumarið en liðin verða kynnt eitt af öðru fram að fyrsta leik á fimmtudag.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ÍA

10. ÍA
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 1. deild

ÍA sigraði 1. deild kvenna í fyrra og endurheimti um leið sæti sitt í Pepsi-deildinni eftir fall árið 2014. ÍA endaði í 2. sæti í sínum riðli í 1. deildinni í fyrra en flaug síðan í gegnum úrslitakeppnina. ÍA sigraði síðan FH 1-0 í úrslitaleik deildarinnar.

Þjálfarinn: Þórður Þórðarson tók við ÍA á miðju sumri 2014 þegar liðið var í Pepsi-deildinni. Þórður þjálfaði áður meistaraflokk karla hjá ÍA í nokkur ár. Hann kom ÍA aftur upp úr 1. deild kvenna í fyrra.

Styrkleikar: Leikmenn eru reynslunni ríkari síðan ÍA var síðast í Pepsi-deildinni og góður árangur í fyrra ætti að gefa liðinu meðbyr. Varnarmaðurinn Megan Dunnigan átti gott sumar með ÍA í 1. deildinni í fyrra og hún verður áfram með liðinu í sumar auk þess sem þær Jaclyn Pourcel og Rachel Owens hafa bæst í hópinn. Árangurinn á undirbúningstímabilinu var góður og liðið náði fínum úrslitum í Lengjubikarnum.

Veikleikar: ÍA fékk einungis eitt stig síðast þegar liðið var í Pepsi-deildinni og hópurinn er ennþá yngri núna. Þónokkuð margir leikmenn hafa horfið á braut frá því í fyrra en fáir leikmenn hafa komið inn í staðinn. Spurningamerki er því með breiddina í hópnum þegar á reynir í sumar. Sóknarleikurinn hefur oft verið til vandræða hjá ÍA og spurning er hvernig hann verður í sumar.

Lykilmenn: Jaclyn Pourcel, Maren Leósdóttir, Megan Dunnigan.

Gaman að fylgjast með: Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir er ungur markvörður sem er á láni frá Breiðabliki. Á að fylla skarð Morgan Glick sem var í markinu í fyrra.

Komnar:
Ásta Guðlaugsdóttir á láni frá Breiðabliki
Jakclyn Poucel frá Bandaríkjunum
Rachel Owens frá Bandaríkjunum

Farnar og hættar:
Alexandra Bjarkadóttir
Birta Stefánsdóttir
Elínborg Þórðardóttir
Emilía Halldórsdóttir
Eyrún Eiðsdóttir
Guðrún Þ Sturlaugsdóttir
Hulda M Brynjarsdóttir
Morgan Glick
Unnur Haraldsdóttir
Valdís M Þórðardóttir

Fyrstu leikir ÍA:
14. maí ÍA - FH
18. maí Þór/KA - ÍA
24. maí ÍA - Selfoss
Athugasemdir
banner
banner
banner