Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
banner
   sun 08. október 2023 17:46
Kári Snorrason
Jökull útilokar að taka við KR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Síðasti leikur tímabilsins í Bestu deild karla fór fram á Kópavogsvelli í dag þegar Breiðablik og Stjarnan mættust. Stjarnan vann sannfærandi 2-0 sigur á Blikum og þar með tryggðu sér 3. sæti deildarinnar. Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Stjarnan

„Ég var mjög ánægður með þennan leik og fannst við hafa töluverða yfirburði heilt yfir. Þeir áttu sín móment og gerðu vel oft. En mér fannst frekar að þetta hefði getað endað með stærri sigri heldur en hitt."

Finnst Jökli líklegt að þetta hafi verið síðasti leikur Eggerts Arons

„Ég átta mig ekki á því, ég peppa hann í öllu sem hann vill gera. Þegar að kemur að því að hann ákveður að fara út þá verð ég tilbúinn að keyra hann upp á flugvöll og ýta honum inn í vél."

Getur Jökull útilokað að taka við Breiðabliki eða KR?

„Já ég get útilokað það. Ég er í Stjörnunni og er mjög ánægður. Mjög ánægður með allt fólkið, hópinn, stuðningsmennina. Já ég get útilokað það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner