Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. desember 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mignolet: Verður erfiðara en það leit út fyrir að vera
Mynd: Getty Images
Simon Mignolet, markvörður Liverpool, býst við erfiðum leik gegn nágrönnunum í Everton á sunnudag.

Liverpool hefur átt góðu gengi að fagna gegn Everton að undanförnu og ekki tapað gegn þeim frá 2010.

Everton hefur byrjað tímabilið illa en hefur nú unnið tvo leiki í röð. Sam Allardyce er tekinn við Everton og Mignolet býst við erfiðum leik.

„Já, okkur hefur gengið vel gegn þeim en þetta er nýr leikur," sagði Mignolet við Liverpool Echo.

„Þetta verður erfiðara en það leit út fyrir að vera fyrir nokkrum vikum. Sam (Allardyce) er reyndur stjóri sem veit það manna best hvernig á að halda sér í ensku úrvalsdeildinni."

„Everton hefur unnið tvo í röð og verður í góðum gír. Þeir fara í þennan leik og hafa engu að tapa."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner