Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 09. janúar 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea verðlaunar Andreas Christensen
Mynd: Chelsea
Chelsea hefur verðlaunað varnarmanninn Andreas Christensen fyrir flotta frammistöðu á tímabilinu með nýjum samningi.

Hann skrifaði undir nýjan fjögurra- og hálfs árs samning og er nú samningsbundinn Chelsea til 2022.

Hann hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Englandsmeistaranna á þessari leiktíð og hefur verið að spila virkilega vel eftir að hafa verið í láni hjá þýska liðinu Borussia Monchengladbach síðustu tvö tímabil.

Hinn 21 árs gamli Christensen kom til Chelsea þegar hann var aðeins 16 ára gamall og hann verður lengur hjá félaginu.

„Það er mjög góð tilfinning að hafa skrifað undir nýjan samning og ég er ánægður að hafa skuldbundið mig Chelsea," sagði Christensen eftir að hafa skrifað undir í kvöld.



Athugasemdir
banner