Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 09. maí 2016 08:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 4. sæti
ÍBV vann Lengjubikarinn á dögunum.
ÍBV vann Lengjubikarinn á dögunum.
Mynd: Guðmundur Gíslason
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shaneka Gordon hefur verið frá keppni undanfarið vegna meiðsla.
Shaneka Gordon hefur verið frá keppni undanfarið vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir Pepsi-deild kvenna. Fótbolti.net gerði spá fyrir sumarið en liðin verða kynnt eitt af öðru fram að fyrsta leik á miðvikudag.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ÍBV
5. Þór/KA
6. Selfoss
7. Fylkir
8. FH
9. KR
10. ÍA

4. ÍBV
Lokastaða í fyrra: 5. sæti í Pepsi-deild

ÍBV endaði í 5. sæti í Pepsi-deild kvenna í fyrra og náði aldrei að blanda sér í toppbaráttuna. Stefnan er sett hærra í Eyjum í ár og gengi liðsins á undirbúningstímabilinu gefur ástæðu til bjartsýni.

Þjálfarinn: Ian Jeffs stýrir ÍBV annað árið í röð. Jeffs er ennþá að spila með karlaliði ÍBV líkt og hann hefur gert í áraraðir en i fyrra var frumraun hans sem þjálfari í meistaraflokki með lið ÍBV í Pepsi-deild kvenna.

Styrkleikar: Lið ÍBV kemur til leiks með mikið sjálfstraust eftir að hafa unnið Lengjubikarinn á glæsilegan hátt. ÍBV er með nokkra sterka erlenda leikmenn en þeir komu snemma til landsins og náðu stórum hluta af undirbúningstímabilinu með liðinu. Sóknarleikurinn er góður en liðið skoraði fullt af mörkum í Lengjubikarnum þrátt fyrir að vera mikið án Shaneku Gordon sem er einn af betri sóknarmönnum deildarinnar.

Veikleikar: ÍBV fékk talsvert mikið af mörkum á sig á undirbúningstímabilinu og varnarleikurinn þarf að vera þéttari í sumar. Fáir leikmenn í liðinu hafa reynsu af því að vera í toppbaráttu. Hópurinn er ekki breiður og mikið álag er á lykilmönnunum í liðinu. Lítið má bregða út af í meiðslum hjá þeim ef liðið ætlar sér í baráttu um efstu sætin í deildinni.

Lykilmenn: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Cloe Lacasse, Natasha Moraa Anasi.

Gaman að fylgjast með: Díana Dögg Magnúsdóttir er að spila bæði með meistaraflokki ÍBV í bæði hand og fótbolta. Efnilegur leikmaður sem gæti náð langt.

Komnar:
Arianna Romero frá Bandaríkjunum
Lisa-Marie Woods frá Kasakstan
Rebekah Bass frá Þrótti
Sara Rós Einarsdóttir frá Haukum
Sesselja Líf Valgeirsdóttir

Farnar:
Ármey Valdimarsdóttir
Bjartey Helgadóttir
Ester Rós Arnarsdóttir í Breiðablik
Guðrún Bára Magnúsdóttir
Kristín Erna Sigurlásdóttir í Fylki
Svava Tara Ólafsdóttir
Þórhildur Ólafsdóttir

Fyrstu leikir ÍBV:
11. maí ÍBV - Selfoss
18. maí Fylkir - ÍBV
24. maí ÍBV - Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner