Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. október 2015 14:35
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn: Viljum ná öðrum markmiðum
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og við reynum að halda sömu einbeitingu og fyrir alla aðra leiki, sagði Kolbeinn Sigþórsson á fréttamannafundi í dag aðspurður út í leikinn gegn Lettum á morgun.

Ísland hefur tryggt sér sæti á EM á næsta ári en Kolbeinn segir að ekkert verði gefið eftir á morgun þrátt fyrir það.

„Þó að við séum komnir á EM þá viljum við ná öðrum markmiðum. Það er að ná þriðja styrkleikaflokki og undirbúa okkur fyrir þessi keppni. Við viljum bæta okkur sem lið og við verðum að halda fókus."

Kolbeinn verður með fyrirliðabandið á morgun þar sem Aron Einar Gunnarsson er í banni eftir rauða spjaldið gegn Kasakstan í síðasta mánuði.

„Hópurinn er þannig að það skiptir ekki máli hvort ég sé fyrirliði. Aron er okkar fyrirliði og því miður getur hann ekki spilað á morgun. Það er gaman fyrir mig að vera fyrirliði í þessum leik fyrir framan þjóðina. Stuðningsmennirnir eiga góðan leik skilið og við viljum enda þetta vel hér heima," sagði Kolbeinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner