Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. október 2017 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir fagnaði ekki: Fattaði ekki af hverju ég fór ekki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ísland er komið á HM eftir 2-0 sigur á Kosóvó í kvöld.

Það vakti mikla athygli eftir fyrra mark Íslands að það skyldu allir hlaupa af varamannabekknum og fagna nema Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. Hann sat áfram pollrólegur.

Sjá einnig:
Myndband: Heimir pollrólegur þegar Ísland skoraði

Heimir var spurður út í þetta á blaðamannafundi í kvöld. Af hverju fagnaði hann ekki eins og allir hinir?

„Ég sagði það í sjónvarpinu að ég fattaði ekki alveg af hverju ég fór ekki. Ég var bara ósáttur við það hvernig við vorum að spila."

„Auðvitað var það léttir að fá markið, en við höfum oft spilað betur en í dag. Við vitum ástæðuna, það var auðvitað mikil spenna og það vildi enginn vera gæinn sem myndi eyðileggja HM-drauminn fyrir Íslandi. Við vorum ekki að gera það sem við erum vanir að gera, bæði varnarlega og sóknarlega," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner