Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. nóvember 2017 13:44
Magnús Már Einarsson
Ejub áfram með Víking Ó. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Víking Ólafsvík.

Óvissa hafði verið í kringum það hvort Ejub myndi halda áfram eftir fall Víkings Ólafsvíkur úr Pepsi-deildinni í haust. Nú er ljóst að Ejub heldur áfram með Ólafsvíkinga.

„Ejub hefur stýrt liði Víkings með eftirtektarverðum árangri um árabil og er það félaginu gleðiefni að hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu hans," segir í fréttatilkynningu frá Ólafsvíkingum.

Ejub hefur stýrt Ólafsvíkingum frá 2003 fyrir utan árið 2009 þegar hann var ekki við stjórnvölinn. Á þessum tíma hefur hann komið liðinu úr neðstu deild og farið upp í þá efstu.

Víkingar hafa misst öfluga leikmenn í haust og talsverðar breytingar verða á hópnum fyrir næsta tímabil. Þorsteinn Már Ragnarsson fór til Stjörnunnar og Kenan Turudija í Selfoss. Markvörðurinn Cristian Martinez er á förum eins og Alfreð Hjaltalín hefur hug á að leika í Pepsi-deildinni.

„Framundan er barátta í Inkasso deildinni næsta sumar og eru leikmannamál félagsins í góðri vinnslu. Frekari frétta af því má vænta fljótlega," segir í fréttatilkynningunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner