Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. desember 2017 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: West Ham með mjög óvæntan sigur
Leikmenn West Ham fagna hér sigurmarkinu. Markaskorarinn, Marko Arnautovic, fer fremstur í flokki.
Leikmenn West Ham fagna hér sigurmarkinu. Markaskorarinn, Marko Arnautovic, fer fremstur í flokki.
Mynd: Getty Images
West Ham 1 - 0 Chelsea
1-0 Marko Arnautovic ('6 )

West Ham gerði sér lítið fyrir og lagði Englandsmeistara Chelsea að velli í hádegisleik þessa fallega laugardags í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn í dag hafði West Ham ekki unnið fótboltaleik í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok september.

Heimamenn í West Ham komust yfir eftir aðeins sex mínútur og var þar að verki Marko Arnautovic, 1-0. Arnautovic var keyptur frá Stoke í sumar fyrir metupphæð og hefur hann þurft að sæta mikilli gagnrýni. Þetta var hans fyrsta mark West Ham.

Chelsea reyndi hvað það gat til að jafna og bæði Eden Hazard og Alvaro Morata fengu færi til að skora, en ekki tókst þeim að gera það og lokatölur í Lundunum urðu 1-0 fyrir West Ham.

Mjög óvænt, fyrsti sigur David Moyes er kominn í hús. West Ham er komið í 18. sæti deildarinnar á meðan Chelsea er áfram í því þriðja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner