Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. desember 2017 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg hafnaði tilboði frá Fiorentina
Ingibjörg hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með landsliðinu.
Ingibjörg hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, hefur hafnað tilboði frá ítölsku meisturunum í Fiorentina.

Það er mbl.is sem greinir frá.

Ingibjörg fór út í lok nóvember að skoða aðstæður hjá Fiorentina eftir að hafa vakið athygli liðsins eftir góða frammistöðu á EM með Íslandi. Fleiri erlend félög hafa líka áhuga á Ingibjörgu og þar á meðal reyndi sænska félagið Kristianstad að fá hana í haust.

Samkvæmt mbl.is fékk Ingibjörg tilboð frá Fiorentina en hún var ekki tilbúin að taka því. Hún ætlar nú að skoða aðra möguleika.

Fiorentina hefur ekki byrjað tímabilið af sama krafti og í fyrra. Kantmaðurinn Sigrún Ella Einarsdóttir spilar með liðinu en hún kom frá Stjörnunni í ágúst síðastliðnum.

Arna Sif Ásgrímsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fóru einnig til Ítalíu í haust og sömdu við Verona auk þess sem Kristrún Rut Antonsdóttir gekk í raðir Chieti.

Ingibjörg, sem er tvítug, er samningsbundinn Breiðabliki til 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner