Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. janúar 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum varnarmaður Wigan lést aðeins 29 ára
Juan Carlos Garcia í baráttu við Granit Xhaka á HM 2014.
Juan Carlos Garcia í baráttu við Granit Xhaka á HM 2014.
Mynd: Getty Images
Juan Carlos Garcia, fyrrum varnarmaður Wigan og landsliðs Hondúras, er látinn eftir baráttu við hvítblæði. Frá þessu var greint á heimasíðu Wigan í gær.

Garcia var greindur með hvítblæði árið 2015, en hann náði ekki að fagna upp á 30. afmælisdaginn.

Garcia gekk í raðir Wigan árið 2013 og fylgdi þar með í fótspor landa sinna, Maynor Figueroa, Wilson Palacios og Hendry Thomas sem einnig höfðu leikið með félaginu.

Garcia, sem var vinstri bakvörður, átti aðeins eftir að leika einn leik fyrir Wigan, en hann kom við sögu í tveimur leikjum á HM 2014 með Hondúras. Alls lék hann 39 landsleiki fyrir þjóð sína.

Það verður mínútu þögn fyrir leik Wigan og Peterborough til að heiðra minningu Garcia.



Athugasemdir
banner
banner
banner