Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. janúar 2018 10:13
Magnús Már Einarsson
Gísli vonast eftir að fá samning hjá Haugasund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson, miðjumaður úr Breiðabliki, er þessa dagana á reynslu hjá norska félaginu Haugasund.

Gísli hefur mætt á fyrstu æfingar sínar í Noregi og líst vel á félagið.

„Ég vonast til að fá samning hér," sagði Gísli í viðtali við TV Haugaland eftir fyrst æfingu.

„Liðsféalgarnir eru mjög opnir og vingjarnlegir. Ég hitti aðstoðarþjálfarann og hann virðist vera mjög fínn. Ég talaði við þjálfarann á æfingu og hann virðist líka vera fínn."

Gísli var besti leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni í fyrra, skoraði sex mörk sjálfur og átti þátt í undirbúningi sex annarra marka Blika. Hann er 23 ára sóknarmiðjumaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner