Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. janúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leroy Fer sleppur við þriggja leikja bann
Mynd: Getty Images
Leroy Fer, miðjumaður Swansea, þarf ekki að sitja af sér þriggja leikja bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í markalausa jafnteflinu gegn Wolves í FA-bikarnum síðastliðinn laugardag.

Fer fékk að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu sína á Helder Costa, leikmann Wolves, á 67. mínútu.

Anthony Taylor, dómari leiksins, mat það svo að Fer hefði sýnt árásargjarna hegðun og því vísaði hann honum út af.

Fer átti að fara í þriggja leikja bann en Swansea áfrýjaði dómnum og fékk rauða spjaldið dregið til baka.

Fer verður því klár í slaginn á laugardaginn þegar Swansea mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner