Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. febrúar 2016 14:30
Elvar Geir Magnússon
Sir Alex finnst Pochettino vera besti stjóri deildarinnar
Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino.
Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
„Ég ætla að segja ykkur leyndarmál," sagði stjórnmálamaðurinn David Lammy í viðtali í The Spurs Show en hann er harður stuðningsmaður Tottenham.

„Fyrir um sex vikum sat ég við hlið Sir Alex Ferguson á kvöldverðarboði til styrktar grasrótarfótbolta erlendis. Hann sagði við mig: Mér finnst þið vera með besta knattspyrnustjóra úrvalsdeildarinnar. - Alex Ferguson sagði það."

Mauricio Pochettino er stjóri Tottenham sem er óvænt í baráttunni um enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Liðið er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 25 leiki og hefur aðeins fengið 19 mörk á sig.

Þessi ummæli Lammy munu ekki minnka vangaveltur um að United sé að horfa til Pochettino sem næsta stjóra þegar Louis van Gaal kveður. Jose Mourinho er þó talinn líklegastur í stjórastólinn á Old Trafford en enskir fjölmiðlar fullyrða margir hverjir að hann hafi sagt nánustu vinum sínum frá því að hann muni taka við United.
Athugasemdir
banner
banner
banner