Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 10. maí 2016 10:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 3. sæti
Kvenaboltinn
Stjarnan varð bikarmeistari í fyrra.
Stjarnan varð bikarmeistari í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Harpa Þorsteinsdóttir.
Harpa Þorsteinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir Pepsi-deild kvenna. Fótbolti.net gerði spá fyrir sumarið en liðin verða kynnt eitt af öðru fram að fyrsta leik á miðvikudag.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Stjarnan
4. ÍBV
5. Þór/KA
6. Selfoss
7. Fylkir
8. FH
9. KR
10. ÍA

3. Stjarnan
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í Pepsi-deild

Eftir Íslandsmeistaratitla árin 2013 og 2014 endaði Stjarnan í 2. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn annað árið í röð.

Þjálfarinn: Ólafur Þór Guðbjörnsson er á sínu þriðja ári sem þjálfari Stjörnunnar. Ólafur þjálfaði áður U19 ára landslið kvenna í tíu ár samfleytt en þar áður þjálfaði hann meistaraflokk kvenna hjá Breiðabliki.

Styrkleikar: Sóknarlínan er sterkari og fjölbreyttari en í fyrra en þær Donna Kay Henry og Katrín Ásbjörnsdóttir hafa bæst þar við sem og hin unga Agla María Albertsdóttir. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er einnig ennþá á sínum stað. Sigurhefðin er rík í Garðabænum og margir leikmenn í hópnum þekkja vel að vinna titla. Hungrið í hópnum er mikið í að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn eftir síðasta tímabil.

Veikleikar: Erlendu leikmennirnir sem voru hjá Stjörnunni í fyrra eru farnir og ekki hafa komið inn margir nýir leikmenn í staðinn. Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður, fór í Val í vetur. Markmannsstaðan er stórt spurningamerki fyrir sumarið en hin unga Berglind Jónasdóttir hefur verið í markinu í vor. Heilt yfir gæti varnarleikurinn orðið hausverkur hjá Stjörnunni en landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir fór í sænsku úrvalsdeildina og skarð hennar er vandfyllt.

Lykilmenn: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Donna Kay Henry, Harpa Þorsteinsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Agla María Albertstdóttir. Hin 16 ára gamla Agla kom til Stjörnunnar frá Val í vetur. Eldfljótur kantmaður sem getur skapað mikinn usla.

Komnar:
Agla María Albertsdóttir frá Val
Donna Kay Henry frá Selfossi
Katrín Ásbjörnsdóttir frá Klepp í Noregi
Nagela Oliveira De Andrade frá Brasilíu
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frá Svíþjóð

Farnar:
Anna Björk Kristjánsdóttir til Örebro í Svíþjóð
Björk Gunnarsdóttir í HK/Víking
Francielle Manoel Alberto til Brasilíu
Jaclyn Nicole Softli til Bandaríkjanna
Írunn Þ. Aradóttir í Þór/KA
Poliana Barbosa Medeiros til Bandaríkjanna
Rachel S. Pitman til Englands
Shannon Elizabeth Woeller til Kanada
Rúna Sif Stefánsdóttir í Val
Sandra Sigurðardóttir í Val

Fyrstu leikir Stjörnunnar:
11. maí Stjarnan - Þór/KA
18. maí Selfoss - Stjarnan
24. maí Stjarnan - Fylkir
Athugasemdir
banner