Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 10. júní 2024 11:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áfall fyrir Þrótt - Sierra ekki meira með í sumar
Sierra meiddist í leik gegn U23 landsliðinu.
Sierra meiddist í leik gegn U23 landsliðinu.
Mynd: KSÍ - Mummi
Sierra Marie Lelii, kantmaður Þróttar, varð fyrir því óláni að slíta krossband og liðband í æfingaleik gegn U23 landsliðinu í landsleikjahléinu.

Þetta er áfall fyrir Þrótt þar sem Sierra hefur spilað mikilvægt hlutverk í liðinu í byrjun tímabilsins.

Það er ljóst að hún spilar ekkert meira í sumar.

Sierra, sem er 31 árs gömul, er upprunlega frá Flórída í Bandaríkjunum en hún kom fyrst til Íslands árið 2017 og er búin að setjast hér að.

Þróttur vann um liðna helgi sinn fyrsta sigur í Bestu deild kvenna þegar liðið vann 4-2 sigur gegn Tindastóli. Þróttarar eru áfram á botni deildarinnar með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner