Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. ágúst 2017 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi-kvenna: Óvænt úrslit á Akureyri
Fylkiskonur náðu í óvænt stig á Akureyri
Fylkiskonur náðu í óvænt stig á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en topplið Þór/KA gerði 3-3 jafntefli við Fylki. Þá gerðu Stjarnan og ÍBV 2-2 jafntefli í Garðabæ.

Þór/KA hefur verið með mikla yfirburði í deildinni í sumar á meðan Fylkir hefur verið í miklu basli. Þetta var fyrsti leikur Hermanns Hreiðarssonar sem þjálfari Fylkis og heldur betur góð úrslit sem hann náði í.

Sandra Stephany Mayor Gutierrez kom heimakonum á bragðið á 42. mínútu og útlitið gott fyrir Þór/KA. Kaitlyn Johnson, sem kom til Fylkis á dögunum, skoraði hins vegar tvö mörk áður en hálfleikurinn var úti og staðan allt í einu orðin 2-1 fyrir Fylki.

Caragh Milligan bætti svo við þriðja markinu í byrjun þess síðari og Þór/KA komið í slæm mál. Sandra María Jessen minnkaði muninn á 86. mínútu og Sandra Stephany Mayor Gutierrez bjargaði svo stigi fyrir Þór/KA undir lokin. Lokatölur því 3-3 en Þór/KA er áfram á toppnum með 32 stig en Fylkir í næst neðsta sæti með 5 stig.

Á meðan gerðu Stjarnan og ÍBV 2-2 jafntefli í toppslag. Kristín Erna Sigurlásdóttir kom Eyjakonum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin á 53. mínútu. Hún var svo aftur á ferðinni um það bil tuttugu mínútum síðar er hún skoraði úr víti. Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði metin fyrir ÍBV undir lok leiks úr vítaspyrnu og lokatölur því 2-2. Stjarnan er því áfram í öðru sæti með 27 stig en ÍBV í þriðja sæti með 26 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Þór/KA 3 - 3 Fylkir
1-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('41 , víti)
1-1 Kaitlyn Johnson ('43 )
1-2 Kaitlyn Johnson ('44 )
1-3 Caragh Milligan ('51 )
2-3 Sandra María Jessen ('86 )
3-3 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('89 )

Stjarnan 2 - 2 ÍBV
0-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('45 )
1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('53 )
2-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('74 , víti)
2-2 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('89 , víti)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner