Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. janúar 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn í dag - Hvað gera Börsungar?
Mynd: Getty Images
Barcelona gerði 1-1 jafntefli gegn Celta Vigo í spænska bikarnum á dögunum. Seinni leikurinn er í kvöld á Nývangi í Katalóníu.

Barcelona er ríkjandi bikarmeistari og ætti að fara nokkuð auðveldlega í gegnum Celta í kvöld ef allt er eðlilegt.

Philippe Coutinho var keyptur til Barcelona um liðna helgi en hann spilar líklega ekki í kvöld. Coutinho er meiddur og mun líklega ekki spila sinn fyrsta leik fyrir Börsunga fyrr en um mánaðarmótin.

Levante fær Espanyol í heimsókn; Levante er með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn. Sevilla mætir einnig Cadiz en þar er staða Sevilla góð.

Eftir leiki kvöldsins skýrist það að fullu hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.

Leikir dagsins:
18:30 Sevilla - Cadiz (2-0)
18:30 Levante - Espanyol (2-1)
20:30 Barcelona - Celta Vigo (1-1)
Athugasemdir
banner
banner
banner