Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 11. júní 2018 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Albert Guðmunds segir Ísland vera kandídata til að vinna HM
Icelandair
Albert Guðmundsson á æfingu í Rússlandi.
Albert Guðmundsson á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil, Jón Daði og Albert á æfingu.
Emil, Jón Daði og Albert á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög fínt, rólegt en skemmtilegt. Það er meiri fókus á verkefnið hérna en heima. Það var meira áreiti heima á Íslandi. Það er allt til alls hérna, starfsmennirnir eru að gera allt til þess að maður sjálfur þurfi ekki að gera handtak," sagði Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven og íslenska landsliðsins fyrir æfingu í Gelendzhik í morgun.

„Þetta kikkar líklega allt inn þegar maður mætir í fyrsta leikinn. Ég hef alveg hugsað mér hvernig þetta er allt saman. Þetta verður augljóslega mjög stórt en þetta verður bara mjög gaman," sagði Albert sem segir undirbúninginn fyrir leikinn gegn Argentínu vera í fullum gangi.

Ísland mætir Argentínu á laugardaginn næstkomandi klukkan 13:00 á íslenskum tíma.

„Við erum vel undirbúnir og á næstu 3-4 dögum undirbúum við okkur enn betur. Við höfum allir séð þessa leikmenn spila í stærstu deildum í Evrópu og það teljum að það sé auðveldara fyrir okkur að leikgreina þá, en þeir okkur."

„Þeir eru með heimsklassa leikmenn í nánast öllum stöðum. Það verður erfitt að stöðva þá en það er ekkert ómögulegt," sagði Albert en eru Argentína með lið sem getur orðið Heimsmeistarar?

„Þess vegna, en ég myndi líka segja það um okkur ef þú myndir spyrja."

Það lá því beinast við að spyrja Albert, getur Ísland orðið Heimsmeistarar?

„Gjörsamlega," sagði Albert og brosti.

„Ég ætla gefa mér vonir um að fá að spila í öllum leikjunum, svo ég verði á tánnum og verði klár. Frekar en að vera ekki að búast við neinu og vera ekki klár. Ég ætla að vera klár þegar kallið kemur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner