Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   þri 11. júní 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna: Breiðablik fer norður og Þróttur á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Búið er að draga í undanúrslitin í Mjólkurbikar kvenna. Dregið var eftir sigur Þróttar gegn Aftureldingu í kvöld.


Þór/KA sem lagði FH í fyrsta leik dagsins í átta liða úrslitunum fær Breiðablik í heimsókn sem vann öruggan sigur á Keflavík.

Valur vann þægilegan sigur á Grindavík en liðið fær Þrótt í heimsókn sem vann Aftureldingu þar sem Leah Maryann Pais skoraði öll fjögur mörk liðsins í 4-1 sigri.

Leikirnir fara fram síðustu helgina í júní, 29. og 30. júní. Leikirnir fara fram klukkan 13.

Undanúrslitin
Þór/KA - Breiðablik
Valur - Þróttur


Athugasemdir
banner
banner