Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. október 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri verður áfram með FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur gengið frá þjálfaramálum næsta tímabils hjá meistaraflokki kvenna.

Orri Þórðarson skrifaði undir nýjan samning við knattspyrnudeild FH og er að fara inn í sitt fjórða tímabil sem þjálfari liðsins.

Árið 2015 komst liðið upp úr 1. deild í Pepsi-deildina undir hans stjórn. Á fyrsta ári liðsins í Pepsi-deildinni 2016 lenti liðið í sjötta sæti með 17 stig en í sumar tryggði liðið sér sjötta sætið með 23 stig sem er nýtt stigamet FH í efstu deild.

Orri var ánægður að undirskrift lokinni.

„Ég er mjög ánægður með liðið í sumar og hvernig stelpurnar stóðu sig. Liðið hefur tekið miklum framförum frá fyrri tímabilum og við stefnum að því að halda okkar leikmönnum og styrkja liðið fyrir átökin á næsta tímabili," sagði Orri.

„Það er ekkert leyndarmál að eftir þennan fína árangur í sumar þá stefnum við hærra. Við viljum gera alvöru atlögu að efri hluta deildarinnar og höfum sett markmiðið á að enda í efri hluta
deildarinnar næsta sumar. Þannig að ég hlakka bara mikið til að hefja undirbúninginn fyrir næsta sumar."



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner