Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 11. október 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vertonghen orðinn leikjahæstur í sögu Belgíu
Mynd: Getty Images
Jan Vertonghen skráði sig í sögubækurnar hjá belgíska landsliðinu í gær. Hann lék 97. landsleik sinn fyrir Belgíu og er nú orðinn leikjahæsti leikmaðurinn í sögu belgíska landsliðsins

Vertonghen, sem hefur undanfarin ár leikið með Tottenham, jafnaði metið gegn Bosníu um helgina.

Belgía vann Bosníu 4-3 og þrátt fyrir að hafa fyrir löngu tryggt sæti sitt á EM þá spilaði Vertonghen í gær gegn Kýpur.

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari, ákvað að leyfa Vertonghen að spila í leiknum og bæta um leið metið.

Vertonghen er ekki hrifinn af sviðsljósinu og neitaði að vera með fyrirliðabandið í leiknum gegn Bosníu sem var á laugardaginn. Eden Hazard bauð honum fyrirliðabandið en Vertonghen sagði nei.



Athugasemdir
banner
banner