Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. nóvember 2017 08:00
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Ítalíu segir sigur Svía hafa verið ósanngjarnan
Ventura, þjálfari Ítalíu.
Ventura, þjálfari Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Gian Piero Ventura, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að 1-0 sigur Svía gegn Ítalíu í umspilsleiknum í gær hafi verið óverðskuldaður.

Liðin mætast aftur í komandi viku, þá á Ítalíu, en sigurliðið mun leika á HM í Rússlandi á næsta ári.

„Miðað við gang leiksins á vellinum áttum við ekki skilið að tapa. Buffon þurfti ekki að verja neitt skot, við fengum færi og áttum skot í tréverkið," sagði Ventura.

Hann var ósáttur við dómarann og fannst hann leyfa Svíum að komast upp með of mikið.

„Ég vona að í Mílanó fáum við að gera það sem þeir máttu gera. Dómarinn átti ekki góðan dag."

„Þetta einvígi er spilað á 180 mínútum og við þurfum að leiðrétta stöðuna eftir 90 mínútna leik. Við erum með lið til að geta það."

Ef Ítölum tekst ekki að koma til baka í seinni leiknum verður það í fyrsta sinn síðan 1958 sem Ítalir missa af HM.

Ítalir verða án Marco Verratti í seinni leiknum þar sem hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið gula spjaldið í gær.
Athugasemdir
banner
banner