Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 11. desember 2017 14:30
Elvar Geir Magnússon
Shearer: Lukaku stendur ekki undir verðmiðanum
Lukaku fær gagnrýni.
Lukaku fær gagnrýni.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, fyrrum sóknarmaður Newcastle og enska landsliðsins, telur að Romelu Lukaku sé ekki að standa undir þeim 75 milljónum punda sem Manchester United keypti hann á.

Lukaku hefur skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en stærstur hluti þeirra kom milli ágúst og október. Síðasta mark sem hann skoraði fyrir United í deildinni kom í 4-1 sigri gegn Newcastle.

Þolinmæðin er að verða á þrotum samkvæmt Shearer.

Lukaku gerði mistök í aðdraganda beggja marka City í leiknum á Old Trafford.

„Enginn var að efast fyrr á tímabilinu þegar Lukaku var búinn að skora ellefu mörk í fyrstu tíu leikjunum. Þá var enginn að efast um Mourinho og hvort hann hefði bætt Lukaku. Lukaku er ekki að gera nóg í leikjum til að réttlæta verðmiðann, mér þykir leiðinlegt að segja það," segir Shearer.

„Hann virðist vera að glíma við skort á sjálfstrausti, hann virðist alltaf vera sekúndum of seinn og þegar hann er búinn að taka ákvörðun er tækifærið farið."

Ederson varði frá Lukaku sem var í dauðafæri í leiknum í gær.

„Það eru svona færi sem skilja milli mjög góðra sóknarmanna og góðra sóknarmanna. Þegar þú færð svona færi þá verður þú að skila boltanum í netið. Ef ég myndi klúðra svona færi myndi ég ekki sofa í þrjá eða fjóra daga, eða þar til ég myndi skora aftur," segir Shearer.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner