Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. febrúar 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Llorente yfirgaf Juve grátandi - Vill snúa aftur
Pogba, Dybala og Llorente sumarið 2015.
Pogba, Dybala og Llorente sumarið 2015.
Mynd: Getty Images
Spænski sóknarmaðurinn Fernando Llorente verður eflaust í leikmannahópi Tottenham sem spilar við Juventus í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Llorente gerði 23 mörk í 65 deildarleikjum á tveimur tímabilum hjá Juve áður en hann fór til Sevilla.

Llorente, sem er 32 ára, segist hlakka til endurkomunnar til Tórínó. Hann sakni þess ótrúlega mikið að spila fyrir Juve og hafi yfirgefið félagið grátandi á sínum tíma.

„Ég upplifði ógleymanlegar stundir, vann fimm titla og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég sakna félagsins ótrúlega mikið og vildi óska þess að ég gæti snúið aftur," sagði Llorente við Tuttosport.

„Stuðningsmennirnir eru enn að sýna mér ást í dag, þeir fylgja mér á samfélagsmiðlum og senda mér skilaboð. Þeir láta mér líða eins og ég hafi verið þarna í tíu ár, ekki tvö.

„Það er erfitt að fara frá Juve, ég yfirgaf félagið grátandi. Það var mér sem fjölskylda."

Athugasemdir
banner