Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. mars 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Englendingar áhyggjufullir vegna meiðsla Kane
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Englendingar hafa áhyggjur af meiðslum Harry Kane framherja Tottenham. Kane meiddist á ökkla í 4-1 sigri Tottenham á Bournemouth í gær eftir samstuð við markmanninn Asmir Begovic.

Kane var frá keppni í tvo mánuði árið 2016 vegna meiðsla á ökkla og í tvær og hálfa viku fyrir ári síðan.

Englendingar hafa áhyggjur af því að ökklameiðsli séu að stríða Kane þegar innan við 100 dagar eru í HM í Rússlandi.

„Ég vona að þetta sé ekki stórt vandamál. Við höfum áhyggjur en við verðum að bíða og sjá," sagði Mauricio Pochettino stjóri Tottenham.

Hinn 24 ára gamli Kane fer í skoðun í dag þar sem alvarleiki meiðslanna kemur í ljós en líklegt er að hann missi af komandi vináttuleikjum Englendinga gegn Hollandi og Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner