Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 12. júní 2018 22:46
Atli Arason
Pedro: Markmiðið er ekki að fara upp í Pepsi deildina
Pedro Hipolito er rólegur eftir flottan sigur sinna manna á Haukum í kvöld
Pedro Hipolito, þjálfari Fram
Pedro Hipolito, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pedro Hipolito er nokkuð ángæður með leik Fram í kvöld.

Pedro telur að Fram hafi átt góðan leik í kvöld en liðið hafi byrjað leikinn hægt en fengið aukið sjálfstraust með fyrsta markinu sem þeir skoruðu. „Haukar fengu nokkur góð færi úr föstum leikatriðum og skorðuðu eitt mark úr föstu leikatriði og ég held að þeir hafi átt það skilið en við spiluðum heilt yfir betri fótbolta og verskulduðum sigurinn" sagði Pedro eftir leik.

Pedro fannst ekki athyglisvert að Tiago hafi ekki fagnað mörkunum sínum í kvöld. „Tiago fagnar mörkunum sínum alltaf á þennan hátt, ef þú skoðar öll mörk sem Tiago skorar þá gerir hann þetta alltaf." Tiago skoraði magnað mark í kvöld og Pedro var mjög sáttur með hans frammistöðu. „Frábært mark, Tiago er að mínu mati besti miðjumaður Inkasso deildarinnar. Hann hefur mikin karakter og er alltaf hungraður í meira."

Það er ekki markmið Fram að fara upp í Pepsi á þessu ári samkvæmt Pedro. „Við tökum þetta bara leik fyrir leik. Andstæðingar okkar eiga meiri möguleika að komast upp. Í dag höfðum við einungis 16 leikmenn til að velja úr. Á bekknum okkar vorum við með leikmenn sem spila vanalega með unglingaliðinu. Við viljum sjá framfarir og bæta okkur með hverjum leik en í hreinskilni sagt þá erum við ekki tilbúnir í Pepsi strax."
Viðtalið við Pedro í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en andrúmsloftið var þungt í klefa Hauka eftir leikinn í kvöld og gáfu því þeir ekki færi á viðtali eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner