Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 12. nóvember 2016 20:08
Magnús Már Einarsson
Zagreb
Gylfi: Getum vonandi lært af riðlinum fyrir EM
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það var ekki mikill munur á liðunum," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-0 tapið gegn Króötum í kvöld. „Mér fannst við spila ágætlega miðað við aðstæður. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik, þetta voru tvö jöfn lið, en munurinn er að þeir skoruðu tvö mörk."

Gylfi átti tvívegis góða spretti sem enduðu með skoti en í bæði skipti komust varnarmenn Króata fyrir.

„Það var erfitt að breyta um stefnu á vellinum og ég vissi ekki alveg hvar markið var. Ég ætlaði að læða honum í nærhornið. Í seinni hálfleik reyndi ég að fara í fjærhornið en hann blokkaði hann þetta með kálfanum eða lærinu. Þetta hefði getað dottið á öðrum degi en svona er fótboltinn. Við þurfum að vinna þá núna á heimavelli."

Gylfi spilaði í fremstu víglínu í dag en ekki á miðjunni líkt og vanalega. „Það var allt í lagi. Heimir lét mig vita nokkuð snemma í vikunni hvað hann var að hugsa. Hann vildi hafa aukamann á miðjunni til að reyna að stoppa þeirra spil. Það var ekki mikið um spil á vellinum. Það var erfitt að gefa boltann og taka við honum."

„Ég fékk meira af hálffærum í þessum leik og var að reyna að vinna seinni boltann þegar Jón Daði var að flikka honum. Venjulega búum við til fleiri færi í gegnum sendingar og hreyfingu en það vantaði herslumuninn í dag."


Íslenska liðið er núna með sjö stig eftir fjórar umferðir í I-riðli. „Þetta er erfiður riðill og það eru margir að taka stig af hvor öðrum. Eina svekkelsið er jafnteflið í Úkraínu þar sem við áttum fullt af tækifærum. Leikurinn í dag var öðruvísi og jafnari. Þetta er samt ágætis byrjun. Þetta minnir svolítið á undankeppnina fyrir EM. Þá unnum við fyrstu þrjá leikina og töpuðum síðan úti gegn Tékklandi. Við getum vonandi lært af þeim riðli og gert sömu hluti sem eftir er af mótinu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner