Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. desember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Stoke öskruðu á leikmenn á lestarstöð
Mark Hughes stjóri Stoke.
Mark Hughes stjóri Stoke.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Stoke létu leikmenn liðsins heyra það á lestarstöð eftir 5-1 tapið gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Leikmenn Stoke ferðast oft í lest ásamt stuðningsmönnum eftir leiki. Þegar lestin kom til Stoke frá London á laugardag þá fengu leikmenn að fara fyrst úr lestinni á meðan stuðningsmenn Stoke þurftu að bíða.

„Þið eruð ekki nógu góðir til að klæðast treyjunni," sungu stuðningsmenn Stoke meðal annars á leikmennina.

Stoke er þremur stigum frá falli en Mark Hughes, stjóri liðsins, vill að leikmenn nýti sér öskur stuðningsmanna til að gíra sig í leikinn gegn Burnley í kvöld.

„Það er gott að við eigum leik á þriðjudaginn (í dag) því þetta verður ennþá ferskt í minni þeirra og í eyrum þeirra," sagði Hughes.

„Þeir nota þetta til að gíra sig upp. Ekki leyfa fólki að fá tækifæri til að setja spurningamerki við þig. Þú getur gert þeð með því að spila vel og ná í úrslit."

„Það eru mögulega einstaklingar í hópnum sem hafa ekki upplifað svona áður en núna hafa þeir gert það. Þeir geta nýtt sér það."

„Þú getur annað hvort gert eitthvað í þessu eða sokkið neðar. Við getum ekki verið með þannig leikmenn. Þú verður að skilja að úrslit og frammistaða okkar hefur áhrif á fólk."

Athugasemdir
banner
banner
banner