Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. janúar 2017 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Bilic gaf Payet lokatækifæri til að skipta um skoðun
Payet vill fara frá West Ham.
Payet vill fara frá West Ham.
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, stjóri West Ham, gaf Frakkanum Dimitri Payet lokaséns til þess að skipta um skoðun um að neita að spila fyrir West Ham, áður en hann fór með málið í fjölmiðla.

Bilic sagði frá því á blaðamannafundi í gær að Payet neitaði að spilaði fyrir liðið. Hann vill fara frá Lundúnarfélaginu, helst aftur heim til Frakklands.

„Þetta mál hjá Dimitri hefur verið verið að þróast núna um nokkurt skeið. Fyrir tveimur dögum áttum við fund, ég mun ekki greina frá því sem hann sagði, en það var enginn vafi á ætlunum hans," sagði skrifaði Bilic í pistil sinn hjá Evening Standard.

„Í gær, stuttu fyrir venjulega blaðamannafundinn, þá spurði ég Dimitri einu sinni enn: ‘Ætlarðu að standa með því sem þú sagðir fyrir nokkrum dögum eða hefurðu hugsað aðeins meira um það?‘

„Hans svör voru þau að hann stæði með ákvörðun sinni, þannig að það var bara þannig. Það sem var rétt að gera næst í stöðunni var að segja stuðningsmönnum og leikmönnunum frá því hvað var að gerast. Ég sagði leikmönnunum frá því seinna um morguninn, fyrir æfingu."
Athugasemdir
banner
banner