Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. febrúar 2016 14:32
Elvar Geir Magnússon
Sindri Björnsson lánaður í Val (Staðfest)
Sindri fagnar marki gegn Val.
Sindri fagnar marki gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21-landsliðsmaðurinn Sindri Björnsson hefur verið lánaður frá Leikni til Vals og mun því leika með bikarmeisturunum í Pepsi-deildinni á komandi tímabili.

Þetta staðfesti Sindri við Fótbolta.net rétt í þessu. Sindri er miðjumaður sem hefur byrjað alla leiki U21-landsliðsins í undankeppni EM. Hann lék 20 leiki með Leikni í Pepsi-deildinni síðasta sumar þegar lið hans féll úr deildinni og skoraði þrjú mörk en eitt af þeim var einmitt gegn Val á Valsvellinum.

Hann var í liði Leiknis sem vann 4-1 sigur gegn Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum.

„Ég geri miklar kröfur a sjálfan mig og er staðráðinn að gera allt sem i minu valdi stendur svo Valur muni enda sem efst í deildinni og á öllum vígstöðum. Ég tel þetta vera réttur tímapunktur fyrir mig að taka næsta skref á ferlinum mínum og finnst Valur mjög spennandi lið sem ætlar sér alvöru hluti," sagði Sindri í viðtali við Valsmenn.

Hér að neðan má sjá breytingar á leikmannahópi Vals frá síðasta tímabili:

Komnir:
Guðjón Pétur Lýðsson frá Breiðabliki
Rasmus Christiansen frá KR
Sindri Björnsson frá Leikni
Nikolaj Hansen frá Danmörku

Farnir:
Emil Atlason (Var á láni)
Hilmar Þór Hilmarsson í Fram
Iain Williamson í Víking R.
Mathias Schlie til Hobro (Var á láni)
Patrick Pedersen í Viking
Thomas Christensen til Lyngby
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner