Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. mars 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vestri krækir í spænskan framherja (Staðfest)
Mynd: La Segunda B
Vestri er búið að krækja í Javier Lopez Munoz, spænskan framherja sem hefur komið víða við.

Javi Lopez er 27 ára gamall, 187cm á hæð og hefur alla sína tíð leikið fyrir lið í neðri deildum spænska boltans.

Javi hefur átt mjög góð tímabil en þegar hann var upp á sitt besta gerði hann 16 mörk í 20 leikjum fyrir D-deildarlið Badajoz, árið 2014.

Vestri er ellefta félagið sem Javi stoppar hjá. Vestri leikur í 2. deild og endaði síðasta tímabil í 9. sæti.

Varnarleikur Vestra var til fyrirmyndar í fyrra en það vantaði upp á sóknarleikinn. Aðeins eitt lið skoraði færri mörk síðasta sumar og er það hlutverk Javi að breyta því.

Javi hefur komist upp í spænsku C-deildina með þremur mismunandi félögum og þekkir vel hvernig það er að vera í toppbaráttu.

Hann er búinn að gera hátt í 100 mörk í neðri deildum spænska boltans og vona Vestfirðingar að markaskorunin haldi áfram á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner