Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. október 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Þú talar eins og Anfield sé stórt vandamál
Klár í Anfield.
Klár í Anfield.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segist ekki vera smeykur við móttökurnar sem liðið fær á Anfield í leiknum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Mourinho svaraði af krafti þegar blaðamaður spurði hann á fréttamannafundi í dag út í andrúmsloftið sem verður á Anfield á morgun.

„Þetta er fyndið því fólk talar um andrúmsloftið í stórum leikjum eins og við kunnum ekki vel við það," sagði Mourinho.

„Það er talað eins og þetta sé stórt vandamál fyrir okkur að fara á ákveðna staði og upplifa sterkt andrúmsloft. Þetta er eitthvað sem við viljum. Ef þetta er eitthvað sem við myndum vilja hafa í hverjum einasta leik ef við getum."

„Þegar Barcelona spilað gegn Las Palmas á tómum velli, heldur þú að áhorfendur hafi verið ánægðir með það? Heldur þú að leikmenn Las Palmas hefðu ekki frekar viljað spila á Nou Camp í frábæru andrúmslofti?"

„Þú talar eins og Anfield sé stórt vandamál. Það er ánægjulegt að spila þar. Það er það sem við viljum. Ég hef aldrei séð leikmann kvarta 'oh, andrúmsloftið var of sterkt."

„Við spilum gegn stórum liðum með mikla sögu á ótrúlegum leikvöngum með mikla hefð á bakvið sig."

„Við vitum að stuðningsmennirnir bera kala til Manchester United út af sögunni en það er það sem við viljum. Við erum ánægður með að fá eitt tækifæri til viðbótar til að spila í þessum fallegu aðstæðum. Það er fallegt að spila á Anfield."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner