Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. desember 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kölluðu „Messi, Messi, Messi" í átt að Ronaldo
Ronaldo með gullknettina fimm.
Ronaldo með gullknettina fimm.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og liðsfélagar í Real Madrid komust í úrslitaleik á HM félagsliða með 2-1 sigri á Al Jazira frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í kvöld.

Real Madrid lenti undir í leiknum en mörk frá Ronaldo og Gareth Bale skiluðu sigrinum.

Ronaldo var í síðustu kjörinn besti fótboltamaður heims í fimmta sinn. Með því að vinna gullknöttinn fimm sinnum jafnaði Ronaldo (32 ára) met keppinautar síns, Lionel Messi (30 ára), sem einnig á fimm gullknetti. Ronaldo hefur fengið þennan heiður fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

Eftir að hafa unnið verðlaunin sagði Ronaldo: „Ég hef aldrei séð neinn sem ég er betri en ég, ég er besti fótboltamaður sögunnar."

Hópur stuðningsmanna sem var á vellinum í Abú Dabí í kvöld er ekki sammála því. Þeir kölluðu „Messi, Messi, Messi" en það fór í taugarnar á Ronaldo eins og sjá má hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner