Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. apríl 2018 14:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alonso slapp við rautt - „Hann var að reyna að meiða hann"
Mynd: Getty Images
„Að mestu leyti er ég ánægður en við hefðum átt að klára leikinn," sagði Mark Hughes, stjóri Southampton eftir 3-2 tap gegn Englandsmeisturum Chelsea

Southampton komst í 2-0 en tapaði 3-2 eftir frábæra innkomu franska sóknarmannsins Olivier Giroud.

„Það getur verið viðkvæmt að vera með 2-0 forystu ef þeir skora næsta markið, sem þeir gerðu. Fyrsta markið þeirra gaf þeim kraft á réttum tíma," segir Hughes, sem er mjög ósáttur með það að Marcos Alonso hafi ekki fengið beint rautt spjald fyrir tæklingu á Shane Long í fyrri hálfleiknum.

„Ég er búinn að sjá þetta aftur. Þetta er klárt rautt spjald, hann var að reyna að meiða Shane. Hann hefði getað fótbrotið hann."

Alonso slapp ekki bara við rauða spjaldið, hann fékk ekkert spjald.


Athugasemdir
banner
banner