Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 14. október 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Rosicky bætist við meiðslalista Arsenal
Tomas Rosicky.
Tomas Rosicky.
Mynd: Getty Images
Tomas Rosicky hefur bæst á meiðslalista Arsenal en hann meiddist í 2-1 sigri Tékklands gegn Tyrklandi síðasta föstudag og gat ekki spilað í 4-2 sigrinm gegn Kasakstan á mánudag.

„Ég gat ekki tekið snöggar hreyfingar og gat ekki tekið á sprett. Ég er kominn aftur til London en læknar segja að ég sé með bólgur milli vöðva," segir Rosicky sem hefur spilað sex leiki með Arsenal en aðeins einn sem byrjunarliðsmaður.

Þessi 34 ára leikmaður á sér langa meiðslasögu en fyrir á meiðslalista Arsenal voru Mesut Özil og Laurent Koscielny ásamt því að Danny Welbeck fékk högg á ökklann í leik Englands gegn Eistlandi á sunnudag. Arsenal telur þó að vandamál Welbeck sé ekki alvarlegt.

Góðu fréttirnar fyrir Arsenal eru þær að Theo Walcott and Serge Gnabry gátu æft að fullu í gær en Olivier Giroud, Mathieu Debuchy, Aaron Ramsey, Mikel Arteta, Yaya Sanogo og Abou Diaby eru fjarri góðu gamni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner