Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 14. október 2017 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Van Gaal fékk sér morgunmat á Anfield
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Það er sannkallaður stórslagur í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag. Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United eigast við.

Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, er mættur á Anfield til að fylgjast með leiknum.

Hann er orðinn fótboltasérfræðingur í hollensku sjónvarpi og er í vinnunni á leiknum í dag.

Van Gaal stýrði Manchester United í tvö tímabil og hafði ágætis tak á Liverpool. Hann var látinn fara á síðasta ári og Jose Mourinho tók við liðinu af honum. Óhætt er að segja að Mourinho sé vinsælli en Van Gaal hjá flestum stuðningsmönnum United.

Leikurinn hefst 11:30, en von er á byrjunarliðum eftir rúmar 10 mínútur. Þau birtast hér á síðunni.

Hér að neðan er mynd af Van Gaal, en hann fékk sér morgunmat með fjölmiðlamönnum á Anfield.





Athugasemdir
banner